Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að gera kleift að ljúka bótauppgjöri vegna fatlaðs fólks sem var vistað á barnsaldri á opinberum stofnunum öðrum en Kópavogshæli.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, nr. 47/2010.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði 411–466 milljónir kr. árið 2021, 2 milljónir kr. árið 2022 og 1 milljón kr. árið 2023.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Könnun á vistun barna á Kópavogshæli 1952–1993. Vistheimilanefnd, 29. desember 2016.
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum orðalagsbreytingum til skýringar og lagfæringar.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins