Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

211 | Bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum (lokauppgjör)

151. þing | 16.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að gera kleift að ljúka bótauppgjöri vegna fatlaðs fólks sem var vistað á barnsaldri á opinberum stofnunum öðrum en Kópavogshæli.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar sem gera kleift að taka á málum fatlaðra barna sem vistuð voru á öðrum stofnunum en Kópavogshæli sem ekki hafa þegar sætt könnun samkvæmt lögum nr. 26/2007. Þá er lagt til að lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, nr. 26/2007, verði felld brott þar sem ekki er talin þörf á frekari könnunum nefndar samkvæmt lögunum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, nr. 47/2010


Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, nr. 26/2007.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs verði 411–466 milljónir kr. árið 2021, 2 milljónir kr. árið 2022 og 1 milljón kr. árið 2023.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Könnun á vistun barna á Kópavogshæli 1952–1993. Vistheimilanefnd, 29. desember 2016. 

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum orðalagsbreytingum til skýringar og lagfæringar.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 212 | 16.10.2020
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 561 | 10.12.2020
Þingskjal 607 | 15.12.2020
Þingskjal 641 | 16.12.2020

Umsagnir