Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

21 | Breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning)

151. þing | 5.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja réttindi einstaklinga með hlutlausa kynskráningu og trans fólks.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum vegna samþykktar laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019. Annars vegar er um að ræða breytingar sem er ætlað að tryggja réttindi einstaklinga þar sem hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Heimildin gerir það að verkum að í lagaákvæðum sem fela í sér kyngreiningu (karl, kona o.fl.) verður að gera jafnframt ráð fyrir þeim hópi sem kýs að hafa hlutlausa kynskráningu. Hins vegar eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum til að tryggja foreldrastöðu trans fólks og einstaklinga með hlutlausa kynskráningu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 16 lögum.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum orðalagsbreytingum til leiðréttingar og skýringar.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 21 | 5.10.2020
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 603 | 16.12.2020
Þingskjal 639 | 16.12.2020

Umsagnir