Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

208 | Skipalög

151. þing | 16.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Með frumvarpinu er ekki verið að leggja til umfangsmiklar breytingar á gildandi reglum um skip heldur að sameina lög í einn aðgengilegan lagabálk. Þá er ætlunin að færa tiltekin ákvæði úr lögum og í stjórnvaldsfyrirmæli. Einnig er lagt til að lögfest verði ákvæði um stjórnvaldssektir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um einkenning fiskiskipa, nr. 31/1925, lög um skráningu skipa, nr. 115/1985, lög um skipamælingar, nr. 146/2002, lög um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa hf. Olíumöl innflutning á olíupramma, nr. 4/1977, lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Köfunarstöðinni hf., Dýpkunarfélaginu hf., Slysavarnafélagi Íslands og Íslenska úthafsútgerðarfélaginu hf. innflutning á skipum, nr. 27/1989, lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa Slysavarnafélagi Íslands að flytja inn björgunarbát, nr. 23/1993, og lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að leyfa Sveinbirni Runólfssyni sf. innflutning á gröfupramma, nr. 24/1993.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum er varða skráningu fiskiskipa, afskráningu skips, innflutning skipa, skoðunarskyldu, samráð vegna óhaffærs skips, verndun safnskipa og stjórnvaldssektir.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur

Þingskjöl

Þingskjal 209 | 16.10.2020
Þingskjal 1495 | 21.5.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 1496 | 21.5.2021
Þingskjal 1522 | 27.5.2021
Þingskjal 1563 | 31.5.2021

Umsagnir

Samgöngustofa (minnisblað)