Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að lífi og heilsu íbúa sveitarfélaga verði ekki ógnað þrátt fyrir verkföll þeirra stéttarfélaga sem gera kjarasamninga skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lögfest verði að hvert sveitarfélag skuli birta skrá yfir störf hjá sveitarfélaginu sem heimild til verkfalls samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, nær ekki til. Þá er lagt til að skýrt verði kveðið á um að slík skrá skuli taka til starfa þeirra sem sinna nauðsynlegustu heilbrigðis- og öryggisþjónustu sem hlutaðeigandi sveitarfélag veitir íbúum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál