Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

201 | Fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framhald á lokunarstyrkjum)

151. þing | 15.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með því að styðja við minni rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og aðgerða stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengja lokunarstyrki til þeirra rekstraraðila sem sæta þurfa lokunum eða því að láta af starfsemi eða þjónustu frá 18. september 2020. Lagt er til að úrræðið gildi fram á mitt ár 2021 og gert er ráð fyrir að taka þurfi það til endurskoðunar fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2021 með tilliti til aðstæðna og framgangs heimsfaraldursins.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.

Kostnaður og tekjur: Þar sem ekki er vitað hvort beita þurfi lokunum á næstu mánuðum er ekki hægt að segja til um hver heildaráhrifin af því að framlengja aðgerðina yrðu á ríkissjóð. Áhrifin gætu þó numið allt að 370 milljónum kr. ef gert er ráð fyrir að allir fyrri umsækjendur eigi rétt á hámarksfjárhæð styrksins.

Afgreiðsla: Samþykkt með örfáum breytingum sem eru tæknilegs eðlis.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 202 | 15.10.2020
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 253 | 3.11.2020
Þingskjal 285 | 11.11.2020
Þingskjal 288 | 5.11.2020

Umsagnir

Skatturinn (umsögn)