Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að lækka aldursviðmið vegna réttar til að breyta skráningu kyns.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að aldur vegna réttar til að breyta opinberri skráningu kyns, og samhliða breyta nafni, miðist við 15 ára aldur í stað 18 ára aldurs. Þá er gert ráð fyrir því að börn yngri en 15 ára geti breytt opinberri skráningu kyns síns með fulltingi forsjáraðila sinna. Gert er ráð fyrir því að þær takmarkanir sem skv. 7. gr. laga um kynrænt sjálfræði gilda um breytingu á skráningu kyns og samhliða nafnbreytingu gildi ekki um einstaklinga yngri en 18 ára.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að samþykkt frumvarpsins hafi neikvæð áhrif á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi