Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

17 | Mannvirki (flokkun og eftirlit með mannvirkjum)

151. þing | 1.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að draga úr sóun, efla og einfalda eftirlit sem og að einfalda regluverk byggingarframkvæmda. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til lagabreytingar til samræmis við tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Lagt er til að ráðherra skuli í reglugerð flokka mannvirki eftir stærð, vandastigi, fyrirhugaðri notkun og samfélagslegu mikilvægi með það að markmiði að hægt sé að aðlaga umsóknarferli og eftirlit að umfangi framkvæmda. Þá er hnykkt á því að rafræn skil á hönnunargögnum og rafrænar undirskriftir og samþykki vegna umsóknarferlis og skila á gögnum vegna mannvirkjagerðar verði að meginreglu. Loks er lagt til að krafa um faggildingu fyrir byggingarfulltrúaembætti sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skv. 19. gr. laganna verði felld brott.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um mannvirki, nr. 160/2010.

Lög um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að áhrif á ríkissjóð verði óveruleg.

Aðrar upplýsingar: Átakshópur leggur til 40 aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, 22. janúar 2019.


Fyrstu skref að betri byggingamarkaði. Byggingavettvangurinn, 11. nóvember 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar orðalagsbreytingum til að auka skýrleika.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 17 | 1.10.2020
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 414 | 26.11.2020
Þingskjal 495 | 7.12.2020
Þingskjal 515 | 7.12.2020

Umsagnir

Velferðarnefnd | 2.11.2020
BSI á Íslandi (umsögn)
Velferðarnefnd | 2.11.2020
Faggildingarráð (umsögn)
Velferðarnefnd | 3.11.2020
Samiðn (umsögn)
Velferðarnefnd | 2.11.2020