Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að styrkja tjáningarfrelsi og lýðræðislega umræðu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til ákvæði þess efnis að ef gerðarþoli mótmælir framgangi lögbannsgerðar á þeirri forsendu að gerðin fari í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar og sýslumaður hafnar þeim mótmælum þá geti gerðarþoli borið þá ákvörðun undir héraðsdómara, þó svo að gerðarbeiðandi mótmæli því, svo fremi sem hann skuldbindur sig til að láta af athöfn á meðan mál er rekið fyrir dómi. Þá er lagt til að mælt verði fyrir um að málsmeðferð í slíkum tilvikum skuli flýtt eins og kostur er. Auk þess er lagt til að dómari skuli fella mál strax niður ef gerðarbeiðandi krefst þess þegar gerðarþoli virðir ekki þá skuldbindingu að láta af athöfn sinni.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum orðalagsbreytingum sem ekki var ætlað að hafa efnisleg áhrif.
Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Atvinnuvegir: Viðskipti