Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (2.11.2020)
Markmið: Að tryggja enn frekar sjálfstæði og óhlutdrægni Félagsdóms.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á tilhögun við skipun dómara í Félagsdóm. Lagt er til að ráðherra skipi fimm dómara í Félagsdóm og að Hæstiréttur tilnefni þrjá dómara, þar af forseta og varaforseta dómsins, og þeir skuli allir skipaðir ótímabundið. Þá tilnefni Hæstiréttur jafnframt tvo dómara til vara sem báðir skuli skipaðir ótímabundið. Einnig er lagt til að tveir dómarar og jafnmargir til vara skuli tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins annars vegar og Alþýðusambandi Íslands hins vegar og skuli þeir skipaðir til þriggja ára í senn. Þá er lagt til að gerð verði frekari hæfisskilyrði til dómara við Félagsdóm.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Samfélagsmál: Félagsmál