Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að gera stjórnsýslu jafnréttismála skýrari og öflugri.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði lög sem gilda um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála, þ.e. á því sviði sem frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018, og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, nr. 86/2018, taka til. Með jafnréttismálum í frumvarpinu er átt við mál sem varða jafna meðferð óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, aldri, fötlun, skertri starfsgetu, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Í frumvarpinu er meðal annars fjallað um störf Jafnréttisstofu og kærunefndar jafnréttismála.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018, og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði, nr. 86/2018.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi beinum áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram það sem leiðir af framkvæmd gildandi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.
Aðrar upplýsingar: Jafnréttisstofa.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins