Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

14 | Jöfn staða og jafn réttur kynjanna

151. þing | 1.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. 

Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Það nýmæli er lagt til að bætt verði við ákvæðið um almennt bann við mismunun að fjölþætt mismunun sé óheimil. Í frumvarpinu er með fjölþættri mismunun átt við þegar einstaklingi er mismunað á grundvelli fleiri en einnar mismununarástæðu sem nýtur verndar samkvæmt frumvarpi þessu, lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018, og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði, nr. 86/2018. Þá er lagt til að lögin taki jafnt til kvenna, karla og fólks með hlutlausa skráningu kyns nema annars sé sérstaklega getið. Lagt er til nýtt heiti á lögunum og leitast er við að hafa orðnotkun frumvarpsins ekki kynjaða og karllæga. Einnig er lagt til að ekki verði lengur gert að skilyrði að miða við störf hjá sama atvinnurekanda í almenna ákvæðinu um launajafnrétti og skerpt er á ákvæðum um jafnlaunavottun.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna falla brott lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, og jafnframt verða breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að fjölga þurfi um eitt stöðugildi hjá Jafnréttisstofu vegna þeirra nýju verkefna sem henni eru falin skv. 7. og 8. gr. Stöðugildið rúmast innan fjárhagsramma málaflokks jafnréttismála.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Jafnréttisráð var lagt niður en þess í stað verður minnst einu sinni á ári kallaður saman samráðsvettvangur um jafnréttismál með fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti ásamt þeim aðilum sem óska eftir þátttöku.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 14 | 1.10.2020
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 620 | 15.12.2020
Nefndarálit    
Þingskjal 621 | 15.12.2020
Þingskjal 646 | 18.1.2021
Þingskjal 676 | 17.12.2020

Umsagnir

BSRB (umsögn)