Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

136 | Höfundalög (sjón- eða lestrarhömlun)

151. þing | 7.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja hagsmuni aðila sem ekki geta nýtt sér prentað mál til lesturs.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að innleiða tilskipun 2017/1564/ESB (Marrakess-tilskipunina) og undirbúa þannig aðild Íslands að Marrakess-sáttmálanum. Því er lagt til að breyta höfundalögunum í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Þá er lagt til að ákvæðum 19. gr. höfundalaga um takmarkanir á einkarétti höfunda til hagsbóta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér venjulegt prentað mál til lesturs verði breytt í samræmi við ákvæði Marakess-sáttmálans. Þannig yrði heimilt að nota eintök, sem gerð eru í aðildarríkjum Marakess-sáttmálans og aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) samkvæmt takmörkunum sem núna er að finna í 19. gr., hér á landi og öfugt þegar Ísland er orðið aðili að sáttmálanum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Höfundalög, nr. 73/1972.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi veruleg fjárhagsleg áhrif fyrir ríkisjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2017/1564/ESB frá 13. september 2017 um tiltekna leyfilega notkun á tilteknum verkum og öðru efni sem er verndað af höfundarétti og skyldum réttindum í þágu blindra, sjónskertra eða þeirra sem glíma við aðra prentleturshömlun og um breytingu á tilskipun 2001/29/EB um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.


Marakess-sáttmálinn um að greiða fyrir aðgengi þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða glíma við aðra prentleturshömlun að útgefnum verkum.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 137 | 7.10.2020
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 965 | 3.3.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 966 | 3.3.2021
Þingskjal 1013 | 12.3.2021
Þingskjal 1024 | 12.3.2021

Umsagnir