Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

132 | Almenn hegningarlög (umsáturseinelti)

151. þing | 7.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að treysta enn frekar vernd þeirra sem verða fyrir umsáturseinelti, ekki síst kvenna og barna.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að nýju refsiákvæði um umsáturseinelti verði bætt við almenn hegningarlög. Með ákvæðinu er gert refsivert að hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða. Þá er lagt til að brot gegn ákvæðinu varði sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúlsamningurinn).


Löggjöf á Norðurlöndum

Finnland
Strafflag 19.12.1889/39.
Sjá einkum 7. gr. a í 25. kf.

Noregur
Lov om straff (straffeloven) LOV-2005-05-20-28.
Sjá einkum 266. gr. og 266. gr. a í 24. kf.

Svíþjóð
Brottsbalk (1962:700). 
Sjá einkum 4. gr. b í 4. kf.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 133 | 7.10.2020
Þingskjal 816 | 28.1.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 864 | 4.2.2021

Umsagnir