Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

12 | Merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun (orkumerkingar)

151. þing | 1.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða með tilhlýðilegum hætti reglugerð (ESB) 2017/1369 um setningu ramma fyrir orkumerkingar og um niðurfellingu tilskipunar 2010/30/ESB. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Eitt af meginmarkmiðum reglugerðar (ESB) 2017/1369 er að stuðla að orkusparnaði með því að neytendur verði betur upplýstir um orkunotkun vara og hvetja til þess að orkunýtnari vörur verði frekar fyrir valinu. Þeir skulu jafnframt vera upplýstir um breytta virkni vöru áður en kemur til uppfærslu hennar og hafa möguleika á að hafna uppfærslu ef hún leiðir til verri orkunýtni. Settur er fram nýr og einfaldari kvarði fyrir merkingar vara og kerfa sem tengjast orkunotkun auk þess sem leitast er við að auðvelda upplýsingagjöf og umsjón með miðlægum vörugagnagrunni. Í einhverjum vöruflokkum hefur bætt hönnun leitt til bættrar orkunýtni þannig að flestar vörur falla í efstu orkunýtniflokkana. Í þeim tilvikum er kvarðinn breyttur með því að skilgreina strangari kröfur fyrir hvern flokk. Merkimiðar með breytta kvarða endurspegla skýrt þessa breytingu og eru áfram í samræmi við aðra merkimiða í útliti og uppbyggingu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 frá 4. júlí 2017 um setningu ramma fyrir orkumerkingar og um niðurfellingu tilskipunar 2010/30/ESB.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 12 | 1.10.2020
Þingskjal 338 | 17.11.2020
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 402 | 25.11.2020
Þingskjal 420 | 26.11.2020

Umsagnir