Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

11 | Barnalög (skipt búseta barna)

151. þing | 1.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp á tveimur heimilum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að lögfesta ákvæði um heimild foreldra sem ekki búa saman en fara sameiginlega með forsjá barns til að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. Einnig er lagt til að lögin beri með sér að forsenda þess að foreldrar semji um sameiginlega forsjá verði sú að foreldrar geti unnið saman á fullnægjandi hátt og haft samráð um málefni barns. Þá er lagt til það nýmæli að barn geti haft frumkvæði að því að sýslumaður boði foreldra til samtals til að ræða fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Að auki er gert ráð fyrir breytingu á ákvæðum um framfærslu og meðlag með áherslu á aukið samningsfrelsi foreldra.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Barnalög, nr. 76/2003.
Barnaverndarlög, nr. 80/2002.
Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Hjúskaparlög, nr. 31/1993.
Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.
Lög um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018.
Lög um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Lög um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl., nr. 160/1995.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir því að árlegur heildarkostnaður ríkissjóðs vegna innleiðingar frumvarpsins verði 6 milljónir kr. frá og með árinu 2022 auk tímabundins kostnaðar að upphæð 1 milljón kr. árið 2021.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af forældreansvarsloven LBK nr 776 af 07/08/2019.
Bekendtgørelse af lov om børns forsørgelse LBK nr 773 af 07/08/2019.

Finnland
Lag angående vårdnad om barn och umgängesrätt 8.4.1983/361.
Lag om underhåll för barn 5.9.1975/704.

Noregur
Lov om barn og foreldre (barnelova) LOV-1981-04-08-7.

Svíþjóð
Föräldrabalk (1949:381).
Socialförsäkringsbalk (2010:110).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, meðal annars þeirri að skýrar er kveðið á um að samningur um skipta búsetu barns falli sjálfkrafa úr gildi ef annað foreldri flytur úr landi. 

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 11 | 1.10.2020
Þingskjal 988 | 9.3.2021
Nefndarálit    
Þingskjal 989 | 9.3.2021
Þingskjal 1021 | 18.3.2021
Þingskjal 1095 | 23.3.2021
Þingskjal 1106 | 24.3.2021
Flutningsmenn: Þorsteinn Sæmundsson
Þingskjal 1236 | 15.4.2021

Umsagnir