Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

10 | Leigubifreiðaakstur

151. þing | 1.10.2020 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (5.11.2020)

Samantekt

Markmið: Að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi sem og að auka frelsi á leigubifreiðamarkaðnum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi. Lagt er til að fallið verði frá takmörkunum á fjölda leigubifreiðaleyfa á ákveðnum svæðum (takmörkunarsvæðum) en slíkar fjöldatakmarkanir hafa leitt til ýmissa kvaða á leyfishafa um nýtingu leyfis. Þannig er gert ráð fyrir að öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis, s.s. skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra o.s.frv., verði óþörf. Þá er gert ráð fyrir að leyfishöfum beri ekki lengur skylda til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Gert er ráð fyrir að hægt verði að fá undanþágu frá skyldu til að vera með gjaldmæli þegar þjónusta er seld gegn fyrirfram umsömdu föstu gjaldi. Þannig skapast t.d. möguleiki til að útfæra lausnir sem falla að þjónustu sem farveitur bjóða upp á. Einnig er gert ráð fyrir að gefnar verði út tvær nýjar tegundir af leyfum til leigubifreiðastjóra: 1) Leyfi til að starfa sem leigubifreiðastjóri (atvinnuleyfi) en með þessu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir að rekstrarleyfishafi taki á sig þær skyldur sem hvíla í dag á leigubifreiðastöðvum og 2) leyfi til að reka leigubifreið auk þess að starfa sem leigubifreiðastjóri (rekstrarleyfi).

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lög um leigubifreiðar, nr. 134/2001.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun á íslensku regluverki um leigubifreiðar. Mars 2018.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Taxilov (Taxiloven) LOV nr 1538 af 19/12/2017.

Finnland
Lag om transportservice 24.5.2017/320.

Noregur
Lov om yrkestransport med motorvogn og fartøy (yrkestransportlova) LOV-2002-06-21-45.

Svíþjóð
Taxitrafiklag (2012:211).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Samgöngumál: Samgöngur

Þingskjöl

Þingskjal 10 | 1.10.2020

Umsagnir