Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 48 | Þingskjöl: 29 | Staða: Lokið
Markmið: Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að auknar heimildir til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu, s.s. íbúðarhúsnæðis og bílviðgerða, verði framlengdar út árið 2021. Einnig er gert ráð fyrir því hækkun frítekjumarks erfðafjárskatts úr 1,5 milljón kr. í 5 milljónir kr. Áformaðir eru nýir eða auknir skattastyrkir til stuðnings við félög sem starfa í þágu almannaheilla, í svokölluðum þriðja geira. Gert er ráð fyrir hækkun á framlögum til atvinnuleysisbóta og ýmissa mótvægisaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, s.s. fjárfestingar- og uppbyggingarátak, eflingu háskóla- og framhaldsskólastigs til að bregðast við atvinnuleysi og auknar endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf breytingar á ýmsum lögum vegna tekjuhliðar og gjaldahliðar frumvarpsins.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að heildartekjur fyrir árið 2021 verði 772,2 milljarðar kr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.036,4 milljarðar kr.
Aðrar upplýsingar:
Umsagnir (helstu atriði):
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum að heildartekjur fyrir árið 2021 eru áætlaðar 773,8 milljarðar kr. en gjöld um 1.099,9 milljarðar kr.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins