Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

954 | Félagsleg aðstoð og almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna)

149. þing | 31.5.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að draga úr áhrifum annarra tekna en bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar við útreikning sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærslu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og afnema þar með „krónu á móti krónu“-skerðingu. Að auka sveigjanleika hvað varðar meðferð atvinnutekna lífeyrisþega við útreikning greiðslna.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í stað þess að miða útreikning á fjárhæð sérstakrar framfærsluuppbótar við allar (100%) tekjur lífeyrisþega verði miðað við 65% af tekjum lífeyrisþega. Þar með verði svokölluð „króna á móti krónu“-skerðing uppbótarinnar afnumin. Þá er lagt til að ekki skuli telja til tekna 50% af fjárhæð aldurstengdrar örorkuuppbótar skv. 21. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Gert er ráð fyrir að við útreikning á greiðslum samkvæmt 17.–19. gr. og 21.–23. gr. laga um almannatryggingar verði heimilt að telja einungis til tekna bótaþega atvinnutekjur í þeim mánuði þegar þeirra er aflað.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.

Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.

Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1655 | 31.5.2019
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1813 | 13.6.2019
Þingskjal 1848 | 16.8.2019
Þingskjal 1867 | 18.6.2019

Umsagnir

Velferðarnefnd | 6.6.2019