Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að veita einstaklingum stuðning til að eignast eigið íbúðarhúsnæði og stuðla að lægri skuldsetningu vegna íbúðarhúsnæðis.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar og úttektar viðbótariðgjalds til séreignarsparnaðar í tengslum við öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem eiga að falla úr gildi 30. júní 2019, verði framlengdar um tvö ár eða til 30. júní 2021.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.
Kostnaður og tekjur: Samanlagt tekjutap ríkis og sveitarfélaga er áætlað um 3 milljarðar kr. fyrir hvort ár sem heimildirnar eru framlengdar um.
Aðrar upplýsingar: Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga, apríl 2019.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti