Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að þeir sem sinna uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum í leik-, grunn- og framhaldsskólum hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í stað þriggja leyfisbréfa kennara, einu leyfisbréfi fyrir hvert skólastig, komi eitt leyfisbréf sem byggist á skilgreiningu á almennri og sérhæfðri hæfni kennara. Gert er ráð fyrir að skilgreindur sé hæfnirammi fyrir menntun kennara og skólastjórnenda með vísan til útgefinna viðmiða um æðri menntun og prófgráður. Þá er lagt til að komið verði á fót kennararáði til að styðja við þróun hæfnirammans, sem verður ráðgefandi fyrir stjórnvöld í því efni. Einnig er gert ráð fyrir að mat á umsóknum um leyfisbréf og útgáfa þeirra færist til Menntamálastofnunar og að stofnunin gefi út undanþágur til ráðningar leiðbeinenda að fengnum tillögum undanþágunefndar kennara. Enn fremur er lagt til að skólastjórnendur beri aukna ábyrgð við mat á hæfni umsækjenda um kennslustörf.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.
Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum efnislegum breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Mennta- og menningarmál: Menntamál