Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

795 | Húsaleigulög (bætt réttarstaða leigjenda við lok leigusamnings)

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að bæta réttarstöðu og auka þar með húsnæðisöryggi leigjenda sem fengið hafa íbúðarhúsnæði á leigu vegna starfs síns. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að í stað þess að leigusamningur falli niður án sérstakrar uppsagnar og uppsagnarfrests við lok ráðningarsamnings verði uppsögn leigusamnings, tímabundins eða ótímabundins, heimil báðum aðilum hans láti leigjandi af störfum að eigin ósk, honum er vikið úr starfi eða þegar fyrir fram umsömdum ráðningartíma lýkur. Í því sambandi er lagt til að segi vinnuveitandi upp leigusamningnum eigi starfsmaðurinn rétt til uppsagnarfrests og að um lengd hans fari samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 56. gr. húsaleigulaga hvort sem um tímabundinn eða ótímabundinn samning er að ræða. Þá er enn fremur lagt til að leigjanda verði heimilt að segja upp leigusamningi í tengslum við starfslok og taki uppsögnin þá þegar gildi enda sé leigusamningnum sagt upp eigi síðar en átta vikum frá lokum ráðningarsambandsins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Húsaleigulög, nr. 36/1994.

Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum en þeim helstum að tímabundinn samningur um afnot af húsnæði getur aldrei verið til skemmri tíma en ráðningarsamningur starfsmanns og þá skal leigusamningur vera ótímabundinn sé ráðningarsamningur ótímabundinn.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1256 | 30.3.2019
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1697 | 3.6.2019
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1765 | 16.8.2019
Þingskjal 1791 | 11.6.2019

Umsagnir

Velferðarnefnd | 30.4.2019
BSRB (umsögn)
Velferðarnefnd | 24.5.2019
Velferðarnefnd | 24.5.2019
Velferðarnefnd | 29.4.2019
Neytendasamtökin (umsögn)