Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja að um hugsanlega tengingu raforkukerfi landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fari samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bætt verði ákvæði við raforkulög þess efnis að um tengingu íslenska raforkukerfisins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng fari samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Breytingar á lögum og tengd mál: Raforkulög, nr. 65/2003.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Sæstrengur til Evrópu -- skýrsla verkefnisstjórnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, júlí 2016.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir