Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 19 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að innleiða þriðju raforkutilskipun ESB að því er varðar sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að raforkueftirlit Orkustofnunar verði eflt með því að skýra nánar hlutverk og sjálfstæði Orkustofnunar þegar stofnunin sinnir eftirliti með aðilum á raforkumarkaði. Til að geta sinnt eftirlitsskyldum sínum með sjálfstæðum hætti er einnig gert ráð fyrir að Orkustofnun verði falin aukin úrræði til að framfylgja lögunum. Jafnframt er lagt til að gjald til að standa undir kostnaði við eftirlit samkvæmt lögunum (raforkueftirlitsgjald) verði hækkað í samræmi við aukin verkefni Orkustofnunar að því er það eftirlit varðar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Raforkulög, nr. 65/2003.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 47 milljónir kr. og forgangsraðað verður fyrir kostnaði Orkustofnunar innan núgildandi útgjaldaramma atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu á tilskipun 2003/54/EB (íslenska) (enska).
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Atvinnuvegir: Viðskipti