Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

780 | Upplýsingalög (útvíkkun gildissviðs o.fl.)

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja upplýsingarétt almennings.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gildissvið upplýsingalaga verði víkkað út þannig að handhöfum löggjafar- og dómsvalds verði almennt skylt að fylgja sömu efnisreglum og handhafar framkvæmdarvalds við ákvarðanir um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum þeirra. Gert er ráð fyrir að skýrar verði kveðið á um skyldu ráðuneyta til birtingar upplýsinga úr málaskrám sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt er lagt til að sérstakur ráðgjafi starfi fyrir hönd stjórnvalda með það markmið að auka veg upplýsingaréttar almennings. Þá er lagt til að æðstu handhafar ríkisvalds geti leitað ráðlegginga um túlkun á siðareglum í trúnaði og að skerpt verði á undanþágu varðandi gögn er varða samskipti opinberra aðila við sérfræðinga í tengslum við réttarágreining. Einnig er gert ráð fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál falli brott en við upplýsingalög bætist sérstakur kafli um meðferð slíkra mála (ákvæði kaflans eru sett till innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB). Þá er lagt til að sett verði strangari tímamörk á afgreiðslu beiðna um aðgang að upplýsingum og við málsmeðferð úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða breytingar á upplýsingalögum, nr. 140/2012, en við gildistöku laganna falla úr gildi lög um upplýsingarétt um umhverfismál, nr. 23/2006, og jafnframt verða breytingar á 18 lögum.

Kostnaður og tekjur: Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu mun „nokkur kostnaður“ hljótast af samþykkt þess. Á móti kemur að forsætisráðherra getur með breytingum á reglugerð um frumkvæðisbirtingu upplýsinga, sbr. 4. mgr. 13. gr. upplýsingalaga, og ákvörðunum um fyrirkomulag starfs ráðgjafa um upplýsingarétt haft veruleg áhrif á endanlegar kostnaðarfjárhæðir og á hvaða tímabili hann fellur til. Er talið eðlilegt að ákvarðanir þar að lútandi verði teknar í tengslum við gerð fjárlaga haustið 2019.

Aðrar upplýsingar:

Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Skýrsla starfshóps forsætisráðherra. Forsætisráðuneytið, september 2018.

Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

Sáttmáli Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om offentlighed i forvaltningen  LOV nr 606 af 12/06/2013.

Finnland
Lag om offentlighet i myndigheternas verksamhet  21.5.1999/621.

Noregur
Lov om rett til innsyn i dokument i offentleg verksemd (offentleglova)  LOV-2006-05-19-16.

Svíþjóð
Offentlighets- och sekretesslag  (2009:400).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeim að skýrar er kveðið á um að lögin taki til stjórnsýslu Alþingis (sbr. lög um þingsköp og reglur forsætisnefndar) en að þau taki ekki til umboðsmanns Alþingis, Ríkisendurskoðunar eða rannsóknarnefnda á vegum Alþingis.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1240 | 30.3.2019
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1641 | 28.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1642 | 28.5.2019
Þingskjal 1759 | 11.6.2019
Þingskjal 1773 | 11.6.2019
Þingskjal 1787 | 11.6.2019

Umsagnir