Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

779 | Vandaðir starfshættir í vísindum

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að því að rannsóknir í vísindum fari fram í samræmi við vandaða starfshætti í vísindum og auka þannig trúverðugleika vísindastarfs og rannsókna í samfélaginu. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði á fót ein miðlæg nefnd um vandaða starfshætti í vísindum. Lögð er áhersla á þá meginábyrgð vísindamanna, stofnana og fyrirtækja sem sinna rannsóknum að gæta að vönduðum rannsóknarháttum. Nefndinni er ætlað að vera til ráðgjafar og stuðla að fræðslu um þessi efni. Gert er ráð fyrir að nefndin muni einnig fjalla um mál sem til hennar er vísað eða sem hún tekur upp að eigin frumkvæði. Ekki er gert ráð fyrir að í lögum sé að finna skilgreiningu á því hvað séu brot á vönduðum starfsháttum heldur er nefndinni ætlað að skrá siðferðisviðmið sem falla undir það hugtak og birta á vef sínum að fenginni staðfestingu ráðherra.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Helsti kostnaður sem fylgir samþykkt frumvarpsins er tengdur nefnd um vandaða starfshætti í vísindum. Gert er ráð fyrir að hann nemi 10 milljónum kr. á ári. 

Aðrar upplýsingar: Drög að siðareglum fyrir íslenskt vísindasamfélag. Rannís, desember 2010.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om videnskabelig uredelighed m.v.  LOV nr 383 af 26/04/2017.

Finnland
Í Finnlandi starfar ráðgefandi nefnd á þessu sviði á grundvelli reglugerðar nr. 1347/1991 (förordning om forskningsetiska delegationen).

Noregur
Lov om organisering av forskningsetisk arbeid (forskningsetikkloven)  LOV-2017-04-28-23.

Svíþjóð
Frumvarp til laga um athugun á óheilindum í rannsóknum (förslag till lag om prövning av oredlighet i forskning) er nú til umfjöllunar í sænska þinginu.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum á orðalagi og texta til að tryggja samræmi og skýrleika.

Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 1239 | 30.3.2019
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1666 | 3.6.2019
Þingskjal 1754 | 11.6.2019
Þingskjal 1782 | 11.6.2019

Umsagnir