Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

776 | Fiskveiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja veiðar á makríl undir aflamarksstjórn.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að aflamarksstjórn verði tekin upp við veiðar á makríl og að aflahlutdeild verði úthlutað til skipa á grundvelli tíu bestu aflareynsluára þeirra á árunum 2008–2018, að báðum árum meðtöldum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996.

Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Kostnaður og tekjur:

Kostnað af framkvæmd stjórnsýslu vegna þessa frumvarps mun Fiskistofa leysa innan núverandi fjárheimilda. Tekjur af árlegri útgáfu makrílveiðileyfa falla niður verði frumvarpið samþykkt og munu tekjur ríkissjóðs því dragast saman um sem nemur 1,5 milljónum kr. á ári. 

Aðrar upplýsingar:

Starfshópur sjávarútvegsráðherra. Viðbrögð vegna dóma Hæstaréttar Íslands um ólögmæti reglugerða um makrílveiðar. Janúar 2019.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu helstri að skipum sem veiða makríl er skipt í tvo flokka: A-flokk sem í eru skip sem veiða með öðrum veiðarfærum en handfærum og línu og B-flokk sem í eru skip sem veiða með handfærum og línu. Þá var bætt við ákvæðum um úthlutun og framsal aflahlutdeildar skipa í makríl úr þessum tveimur flokkum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Sjávarútvegur

Þingskjöl

Þingskjal 1236 | 30.3.2019
Þingskjal 1653 | 31.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1654 | 31.5.2019
Þingskjal 1679 | 31.5.2019
Þingskjal 1766 | 11.6.2019
Þingskjal 1814 | 13.6.2019
Þingskjal 1869 | 19.6.2019
Þingskjal 1919 | 19.6.2019

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 24.4.2019