Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

774 | Frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna

149. þing | 1.4.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að hindra fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lögð er til heildarendurskoðun á ákvæðum gildandi löggjafar um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, m.a. til að mæta kröfum Financial Action Task Force (FATF). Athugasemdir FATF voru margvíslegar en ákvæði gildandi laga um framkvæmd þvingunarráðstafana sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum voru ekki taldar fullnægja þeim kröfum sem gera þarf til lagarammans.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Ógerlegt er að áætla tekjur af stjórnvaldssektum. Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið muni hafa áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Anti-money laundering and counter-terrorist financing measures. Iceland. Mutual Evaluation Report. FATF, apríl 2018.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1231 | 1.4.2019
Þingskjal 1734 | 7.6.2019
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Utanríkismálanefnd
Þingskjal 1735 | 7.6.2019
Flutningsmenn: Utanríkismálanefnd
Þingskjal 1798 | 16.8.2019
Þingskjal 1817 | 13.6.2019

Umsagnir

Persónuvernd (umsögn)