Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

772 | Skráning einstaklinga

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (14.5.2019)

Samantekt

Markmið: Að halda áreiðanlega skrá yfir einstaklinga svo hún skapi grundvöll fyrir tiltekin réttindi og tilteknar skyldur einstaklinga.

Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir því að Þjóðskrá Íslands verði heimil vinnsla persónuupplýsinga, þ.á.m. upplýsinga um heilsufar, þjóðerni, trúarbrögð og hjúskaparstöðu og annarra upplýsinga sem hinn skráði leggur í té, í þeim tilgangi að sinna lögbundnu hlutverki sínu að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Lagt er til að tilgreint sé hvaða upplýsingar eru skráðar í þjóðskrá eftir því sem við á svo það fari ekki á milli mála hvaða upplýsingar eru skráðar. Þá er lagt til að gerð verði sú krafa til einstaklinga, sem hafa verið eða eru búsettir erlendis og skráðir eru í þjóðskrá, að þeir verði ábyrgir fyrir því að upplýsingar um þá í þjóðskrá séu réttar. Enn fremur er gert ráð fyrir að kveðið verði á um að Þjóðskrá Íslands annist útgáfu kennitölu til einstaklinga og að aðeins opinberir aðilar geti haft milligöngu um stofnun kerfiskennitölu handa erlendum ríkisborgurum. Einnig er lagt til að hætta að afhenda þjóðskrá í heild til að hægt sé að uppfylla kröfur nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Loks er gert ráð fyrir að kveðið sé á um skýra heimild fyrir Þjóðskrá Íslands að vernda skráða einstaklinga gegn afhendingu upplýsinga.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, og reglur nr. 112/1958 um útgáfu vottorða og veitingu upplýsinga úr þjóðskránni. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 69,1 milljónir kr. árið 2019, 85,2 milljónir kr. árið 2020, 84,8 milljónir kr. árið 2021 og 69,2 milljónir kr. árið 2022. 

Aðrar upplýsingar: Þjóðskrá Íslands


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om Det Centrale Personregister  LOV nr 646 af 02/06/2017.

Finnland
Lag om befolkningsdatasystemet och Befolkningsregistercentralens certifikattjänster  21.8.2009/661.

Noregur
Lov om folkeregistering (folkeregisterloven)  LOV-2016-12-09-88.

Svíþjóð
Folkbokföringslag  (1991:481).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 1229 | 30.3.2019

Umsagnir