Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að heimila þátttöku Íslands í samtökum um evrópska rannsóknarinnviði.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að innleidd verði reglugerð ráðsins (EB) nr. 723/2009 um lagaramma Bandalagsins um samtök um evrópska rannsóknainnviði (ERIC) ásamt reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1261/2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 723/2009. Einnig er kveðið á um skráningu, umsóknarferli um stofnun ERIC-samtaka á Íslandi eða þátttöku í ERIC-samtökum staðsettum erlendis og reglugerðarheimild ráðherra.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Möguleg fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð geta verið tvenns konar, annars vegar vegna ERIC-samtaka á Íslandi og hins vegar vegna þátttöku Íslands í erlendum ERIC-samtökum erlendis. Á næstu árum verður kostnaður ríkissjóðs eingöngu vegna þátttöku Íslands í erlendum ERIC-samtökum og er áætlað að árlegur kostnaður verði 15-17,5 milljónir kr. en 48-50,5 milljónir kr. annað hvert ár.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð ráðsins (EB) nr. 723/2009 frá 25. júní 2009 um lagaramma Bandalagsins um samtök um evrópska rannsóknainnviði (ERIC).
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar orðalagsbreytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Mennta- og menningarmál: Menntamál