Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

765 | Sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins (breyting á ýmsum lögum)

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 8 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að gera nauðsynlegar lagabreytingar vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á lögum um eftirlit með fjármálastarfsemi og ýmsum öðrum lögum sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Jafnframt er lagt til að kerfisáhættunefnd verði lögð niður og að hlutverki fjármálastöðugleikaráðs verði breytt. Þá er lagt til að beiting eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauki byggist á stjórnvaldsfyrirmælum í stað stjórnvaldsákvarðana líkt og nú er. Loks eru lagðar til breytingar á lagaumgjörð um eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun.

Breytingar á lögum og tengd mál: Alls er verið að breyta 30 lögum.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að sameining stofnananna hafi bein fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum efnislegum breytingum, m.a. þeirri að ráðherra fær ekki neitunarvald yfir beitingu þjóðhagsvarúðartækja á borð við þau sem ákvæði 58. og 61. gr. frumvarpsins varða. Aðrar breytingar voru til leiðréttingar og af tæknilegum toga.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1216 | 30.3.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1648 | 31.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1649 | 31.5.2019
Þingskjal 1671 | 31.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1672 | 31.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1874 | 16.8.2019
Þingskjal 1884 | 19.6.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1934 | 20.6.2019

Umsagnir