Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

764 | Dreifing vátrygginga

149. þing | 30.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um dreifingu vátrygginga. Að tryggja netyendavernd og að þjónusta þeirra sem miðla og selja vátryggingar sé með sambærilegum hætti.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lögð er til ný heildarlöggjöf um miðlun og sölu vátrygginga, byggð á tilskipun 2016/97/ESB um dreifingu vátrygginga (Insurance Distribution Directive, IDD). Lagt er til að lögin nái einnig til sölu vátrygginga hjá vátryggingafélögum. Kveðið er á um ítarlegar kröfur um hæfi og hæfni þeirra aðila sem miðla og selja vátryggingar og lagt er til að skylt verði að veita viðskiptavinum mun meiri upplýsingar en nú tíðkast.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um miðlun vátrygginga, nr. 32/2005.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 frá 20. janúar 2016 um dreifingu vátrygginga (endurútgefin).

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1215 | 30.3.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1604 | 23.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1605 | 23.5.2019
Þingskjal 1719 | 11.6.2019
Þingskjal 1745 | 7.6.2019

Umsagnir