Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að efla listir og menningu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að höfundagreiðslur frá viðurkenndum samtökum rétthafa sem greiddar eru til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa verði skattlagðar sem eignatekjur (fjármagnstekjur) í stað launatekna.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur: Gera má ráð fyrir því að breytingar á skattlagningu greiðslna til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa sem boðaðar eru í frumvarpinu muni hafa neikvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs þar sem lækkun tekna af tekjuskatti og tryggingagjaldi verða meiri en hækkun tekna af fjármagnstekjuskatti. Áætlað er að nettó tekjutap ríkisins nemi um 30 milljónum kr.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Mennta- og menningarmál: Menningarmál | Hagstjórn: Skattar og tollar