Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

752 | Kynrænt sjálfræði

149. þing | 25.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 24 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skilið verði á milli lagalegrar kynleiðréttingar annars vegar, þ.e. breyttrar skráningar kyns í þjóðskrá, og þeirrar heilbrigðisþjónustu sem trans fólk þarf að hafa aðgang að hins vegar. Með samþykkt frumvarpsins falla úr gildi skilyrði gildandi laga fyrir lagalegri kynleiðréttingu sem lúta að sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Gert er ráð fyrir að einstaklingum sem eru 15 ára og eldri verði heimilað að skilgreina kyn sitt á eigin forsendum og ráða skráningu þess. Einnig yrði börnum sem eru yngri en 15 ára veitt sú heimild með samþykki forsjáraðila eða ef sérfræðinefnd fellst á erindi barns að fá að breyta skráningu kyns. Lagt er til að óheimilt verði að gera varanlegar breytingar á kynfærum, kynkirtlum eða öðrum kyneinkennum einstaklings 16 ára eða eldri án skriflegs samþykkis hans. Jafnframt er gert ráð fyrir að starfrækt verði teymi Landspítala um kynvitund og breytingar á kyneinkennum sem og teymi barna- og unglingageðdeildar um kynvitund og ódæmigerð kyneinkenni.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna falla úr gildi lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda, nr. 57/2012, og breytingar verða á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, lögum um mannanöfn, nr. 45/1996, lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, og lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki liggja fyrir upplýsingar um áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf í öðrum löndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om Det Centrale Personregister  LBK nr 646 af 02/06/2017.
Bekendtgørelse af lov om assisteret reproduktion i forbindelse med behandling, diagnostik og forskning m.v.  LBK nr 93 af 19/01/2015.
Bekendtgørelse af sundhedsloven  LBK nr 1286 af 02/11/2018.

Írland
Gender Recognition Act 2015  Number 25 of 2015.

Malta
Gender Identity, Gender Expression and Sex Characteristics Act  ACT XI of 2015.

Noregur
Lov om endring av juridisk kjønn  LOV-2016-06-17-46.

Svíþjóð
Lag om fastställande av könstillhörighet i vissa fall  (1972:119).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, m.a. þeim að miðað er við að einstaklingar þurfi að hafa náð 18 ára aldri til að geta breytt skráningu á kyni sínu í þjóðskrá og að börn yngri en 18 ára þurfa samþykki forsjáraðila til að breyta opinberri skráningu kyns síns.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 1184 | 25.3.2019
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1808 | 13.6.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1809 | 13.6.2019
Þingskjal 1847 | 16.8.2019
Þingskjal 1866 | 18.6.2019

Umsagnir