Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

739 | Póstþjónusta (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar)

149. þing | 20.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að verja stöðu ríkissjóðs til framtíðar litið og koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að niðurgreiða kostnað vegna sendinga frá útlöndum. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að rekstrarleyfishafa verði heimilað að leggja sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga þar sem endastöðvargjöld standa ekki undir raunkostnaði. Að auki er gert ráð fyrir að rekstrarleyfishafi geti ekki farið þess á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að honum verði með fjárframlögum tryggt endurgjald fyrir þjónustu vegna erlendra póstsendinga. Enn fremur er lagt til að rekstrarleyfishafa verði veitt heimild til að senda rafrænar upplýsingar til erlendra tollyfirvalda, flutningsaðila eða póstrekenda erlendis til að auðvelda flutning póstsendinga milli landa neytendum í hag og/eða til auka öryggi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um póstþjónustu, nr. 19/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs. 

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingu auk þess sem gildistöku laganna var frestað til 15. maí 2019.

Efnisflokkar: Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 1167 | 20.3.2019
Þingskjal 1331 | 9.4.2019
Þingskjal 1339 | 11.4.2019
Þingskjal 1342 | 10.4.2019

Umsagnir