Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

710 | Taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður

149. þing | 19.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 19 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á umræddum svæðum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að tekin verði upp gjaldtaka vegna nýtingar fiskeldissvæða í sjó. Jafnframt er lagt til að stofnaður verði fiskeldissjóður til að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Gert er ráð fyrir að Fiskistofa annist framkvæmd laganna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs árið 2020 muni hækka um 133,8 milljónir kr., að gjöld hækki um 3 milljónir kr. og áhrif á afkomu ríkissjóðs verði því jákvæð um 130,8 milljónir kr. Árið 2021 er áætlað að tekjur ríkissjóðs verði 341,9 milljónir kr., gjöld 117 milljónir kr. og áhrif á afkomu ríkissjóðs því jákvæð um 224,9 milljónir kr. 

Aðrar upplýsingar: Löggjöf í öðrum löndum


Færeyjar
Løgtingslóg um loyvisgjald á alivinnu  nr. 64/2014.

Noregur
Lov om eigedomsskatt til kommunane (eigedomsskattelova)  LOV-1975-06-06-29.


Havbruksfondet í Noregi.

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Ágúst 2017.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Hagstjórn: Skattar og tollar

Þingskjöl

Þingskjal 1134 | 19.3.2019
Þingskjal 1561 | 20.5.2019
Þingskjal 1713 | 4.6.2019
Þingskjal 1871 | 16.8.2019
Þingskjal 1922 | 19.6.2019

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 29.3.2019
AkvaFuture ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.4.2019
Artic Fish ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 29.3.2019
Dalvíkurbyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.3.2019
Djúpavogshreppur (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 29.3.2019
Fiskistofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 28.3.2019
Fjarðabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 25.3.2019
Fljótsdalshérað (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 29.3.2019
Húnavatnshreppur (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.4.2019
Ísafjarðarbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 29.3.2019
Vestfjarðastofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 28.3.2019
Vesturbyggð (umsögn)