Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (26.10.2018)
Markmið: Að setja á stofn nýjan dómstól, Endurupptökudóm, sem kæmi í stað endurupptökunefndar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að endurupptökunefnd verði lögð niður og að settur verði á fót sérdómstóll sem skera á úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Gert er ráð fyrir að dómendur í þeim dómstól yrðu fimm: einn frá hverju dómstigi auk tveggja annarra sem skipaðir skulu samkvæmt tillögu dómnefndar og skulu þeir fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara og ekki vera fyrrverandi eða starfandi dómarar eða starfsmenn dómstóls. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að endurupptaka mál oftar en einu sinni og að skilyrði fyrir endurupptöku einkamála verði rýmkuð.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um dómstóla, nr. 50/2016.
Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf á Norðurlöndum
Danmörk
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar