Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að fullnægja alþjóðlegum skuldbindingum Íslands samkvæmt hópmorðssáttmálanum, Genfarsamningunum og viðbótarbókunum við Genfarsamningana. Að tryggja að íslensk stjórnvöld geti nýtt sér fyllingarlögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og rannsakað sjálf glæpi sem falla undir lögsögu hans samkvæmt Rómarsamþykktinni og ákært fyrir þá.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, lögum um ráðherraábyrgð, nr. 4/1963 og lögreglulögum, nr. 90/1996.
Kostnaður og tekjur: Frumvarpið hefur engan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum en þeirri helstri að auk lögreglu annast héraðssaksóknari rannsókn brota gegn lögum þessum og fer með ákæruvald.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar