Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að bregðast við blikum á lofti hvað varðar framtíð sauðfjárræktar með því að stuðla að því að bændur ýmist hætti sauðfjárframleiðslu eða dragi úr framleiðslu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að bætt verði við hugtakaskýringum sem koma fram í búvörusamningum en ekki eru skilgreind í lögunum. Gert er ráð fyrir að viðskipti með greiðslumark fari eingöngu fram í gegnum sérstakan markað og að ríkið innleysi það greiðslumark sem selst ekki á slíkum markaði og falli það í kjölfarið niður. Einnig er lagt til að ráðherra kveði á um ásetningshlutfall vegna beingreiðslna í reglugerð en hlutfallið geti þó aldrei verið minna en 0,5. Enn fremur er gert ráð fyrir að álagsgreiðslur vegna gæðastýringar verði greiddar fyrir framleitt kindakjöt sem ætlað er til innanlandsmarkaðar og miðað verði við svokallaða innanlandsvog. Lagt er til að verðjöfnunargjöld verði felld niður.
Breytingar á lögum og tengd mál: Búvörulög, nr. 99/1993.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs lækki um 2,5 milljónir kr. á ári frá og með árinu 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Landbúnaður