Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að efla varnaðaráhrif laganna.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að Samgöngustofa fái heimild til að beita þvingunarúrræðum í formi dagsekta til að knýja á um að eftirlitsskyldir aðilar fari að lögunum. Að auki er lagt til að aðgangsbrot skv. 2.–3. mgr. 8. gr. laganna skuli vera refsiverð.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um siglingavernd, nr. 50/2004.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð þó að því undanskildu að ætla má að einhver kostnaður hljótist af innheimtuaðgerðum af hálfu Samgöngustofu vegna dagsekta, komi til þess að stofnunin þurfi að beita slíkum úrræðum.
Aðrar upplýsingar: Úttekt á hafnar- og siglingavernd á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), nóvember 2015.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Samgöngumál: Samgöngur