Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að lækka almennan hluta iðgjalds sem viðskiptabankar og sparisjóðir greiða til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) vegna innstæðutrygginga.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um innstæðustryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir beinum áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta.
Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að almennt iðgjald af innstæðum upp að 10 milljörðum kr. skal nema 0,02% á ári en 0,16% af innstæðum umfram þá fjárhæð. Að auki var gerð samsvarandi breyting á hlutfalli á ársfjórðungslegum gjalddögum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Atvinnuvegir: Viðskipti