Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

636 | Milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur

149. þing | 4.3.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lækka kostnað söluaðila og neytenda, bæta samkeppni og stuðla að samþættingu greiðslukortamarkaða þvert á landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að milligjaldareglugerð Evrópusambandsins verði veitt lagagildi hér á landi. Með henni eru sett hámörk á milligjöld vegna neytendagreiðslukorta, 0,2% af fjárhæð greiðslu vegna debetkorta og 0,3% vegna kreditkorta. Auk þess eru svæðisbundnar takmarkanir í leyfissamningum eða í reglum um greiðslukortakerfi bannaðar og mælt fyrir um aðgreiningu greiðslukortakerfa og vinnsluaðila, aukin úrræði korthafa og söluaðila til að ákveða greiðslumáta, sundurliðun þjónustugjalda færsluhirða og upplýsingagjöf færsluhirða til söluaðila. Lagt er til að Fjármálaeftirlitinu verði falið eftirlit með lögunum, utan 4. mgr. 10. gr. gerðarinnar sem Neytendastofa hafi eftirlit með, og að brot varði stjórnvaldssektum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/751 frá 29. apríl 2015 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum á 3. gr. um stjórnvaldssektir.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1042 | 4.3.2019
Flutningsmenn: Bjarni Benediktsson
Þingskjal 1385 | 26.4.2019
Þingskjal 1438 | 7.5.2019
Þingskjal 1472 | 7.5.2019

Umsagnir