Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

555 | Vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi

149. þing | 18.2.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að því að yfirvöld á sviði refsivörslu fari með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga, auk þess að greiða fyrir skilvirkum störfum og nauðsynlegri miðlun persónuupplýsinga þessara yfirvalda sín á milli og til annarra.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ákvæði í Evróputilskipun um vinnslu persónuupplýsinga á sviði refsivörslu verði lögfest hér á landi. Einnig er lagt til að settar verði reglur um þær skrár og upplýsingakerfi sem notast er við af hálfu yfirvalda á sviði refsivörslu, auk þess að lögfesta skýrar heimildir fyrir sömu yfirvöld til að miðla persónuupplýsingum sín á milli og til annarra aðila, þar á meðal yfirvalda í öðrum löndum. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, lögreglulögum, nr. 90/1996, lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, lögum um erfðaefnisskrá lögreglu, nr. 88/2001, og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/680 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga að því er varðar vinnslu lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum í tengslum við að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og um niðurfellingu rammaákvörðunar ráðsins nr. 2008/977/DIM.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 932 | 18.2.2019
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 1681 | 3.6.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1682 | 3.6.2019
Þingskjal 1757 | 16.8.2019
Þingskjal 1769 | 11.6.2019
Flutningsmenn: Páll Magnússon
Þingskjal 1785 | 11.6.2019

Umsagnir