Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

549 | Helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika (helgihald)

149. þing | 7.2.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka frelsi til atvinnurekstrar á helgidögum þjóðkirkjunnar og koma til móts við þá sem njóta vilja þjónustu og afþreyingar á þessum dögum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að felld verði niður ákvæði í lögum um helgidagafrið sem banna tiltekna þjónustu, skemmtanir og afþreyingu á tilgreindum helgidögum þjóðkirkjunnar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um helgidagafrið, nr. 32/1997.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að lögfesting frumvarpsins hafi fjárhagsáhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af helligdagsloven (helligdagsloven)  LBK nr 1023 af 24/10/2012.
Bekendtgørelse af lov om ferie (ferieloven)  LBK nr 1177 af 09/10/2015.

Finnland
Kyrkolag  26.11.1993/1054.
Arbetstidslag  9.8.1996/605.

Noregur
Lov om helligdager og helligdagsfred  LOV-1995-02-24-12.
Lov om arbeidsmiljø, arbeidstid og stillingsvern mv. (arbeidsmiljøloven)  LOV-2005-06-17-62.

Svíþjóð
Lag om allmänna helgdagar  (1989:253).
Arbetstidslag  (1982:673).

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en þeirri helstri að horfið var frá því að fella brott upptalningu helgidaga þar sem hugtakið „helgidagur“ kemur fyrir í 12 öðrum lagabálkum. Í því samhengi var því ekki lengur talið vera tilefni til að gera sambærilega breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan

Þingskjöl

Þingskjal 922 | 7.2.2019
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 1663 | 31.5.2019
Þingskjal 1753 | 11.6.2019
Þingskjal 1781 | 11.6.2019

Umsagnir

BSRB (umsögn)