Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

543 | Almenn hegningarlög (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu)

149. þing | 6.2.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 19 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (20.3.2019)

Samantekt

Markmið: Að rýmka tjáningarfrelsi en tryggja að 233. gr. a almennra hegningarlaga veiti um leið þá vernd sem hópum sem þar er vísað til ber samkvæmt mannréttindaákvæðum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tjáningarfrelsi verði rýmkað með því að gera kröfu um nánar tiltekinn grófleika eða alvarleika til þess að sú tjáning sem ákvæðið tekur til varði refsingu. Þannig þarf tjáningin að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.

Breytingar á lögum og tengd mál: Almenn hegningarlög, nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur: Samþykkt frumvarpsins hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af straffeloven (straffeloven)  LBK nr 1156 af 20/09/2018.

Finnland
Strafflag  19.12.1889/39.

Noregur
Lov om straff (straffeloven)  LOV-2005-05-20-28.

Svíþjóð
Brottsbalk  (1962:700).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd að lokinni 1. umræðu.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 896 | 6.2.2019
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen

Umsagnir

BSRB (umsögn)