Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

541 | Heiti Einkaleyfastofunnar (nafnbreyting á stofnuninni)

149. þing | 5.2.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að heitið Hugverkastofan komi í stað heitisins Einkaleyfastofan sem nafn á skrifstofu hugverkaréttinda. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lögð er til breyting á heiti skrifstofu hugverkaréttinda til að gefa skýrari mynd af starfsemi stofnunarinnar þar sem það vísar nú eingöngu til einnar tegundar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um einkaleyfi, nr. 17/1991.

Lög um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.
Lög um hönnun, nr. 46/2001.
Lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994.
Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.
Lög um vörumerki, nr. 45/1997.
Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011.
Lög um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, nr. 130/2014.
Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944.
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
Lög félagamerki, nr. 155/2002.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Hugverkastefna 2016-2022. Hugverkaréttindi sem viðskiptatæki og verðmæti. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, 2016.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 894 | 5.2.2019
Þingskjal 1206 | 27.3.2019
Nefndarálit    
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1408 | 2.5.2019

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 20.3.2019
Einkaleyfastofan (umsögn)