Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

512 | Hollustuhættir og mengunarvarnir (EES-reglur, burðarpokar)

149. þing | 24.1.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að draga úr notkun burðarpoka úr plasti.

Helstu breytingar og nýjungar: Með samþykkt frumvarpsins yrði tilskipun ESB nr. 2015/720 um breytingu á tilskipun 94/62/EB um að draga úr notkun á þunnum burðarpokum úr plasti innleidd í íslensk lög. Lagt er til að eigi síðar en 31. desember 2019 skuli fjöldi burðarpoka úr plasti sem hver einstaklingur notar árlega vera 90 pokar eða færri og eigi síðar en 31. desember 2025 skuli fjöldi burðarpoka úr plasti sem hver einstaklingur notar árlega vera 40 eða færri. Gert er ráð fyrir að óheimilt verði að afhenda burðarpoka, þ.m.t. burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið skuli vera sýnilegt á kassakvittun. Lagt er til að þessar aðgerðir nái til allra burðarpoka úr plasti óháð þykkt þeirra. Enn fremur er lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. janúar 2021. Gert er ráð fyrir að verslanir geti eftir sem áður haft burðarpoka úr plasti til sölu í hillum inni í sölurými verslana.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/720 frá 29. apríl 2015 um breytingu á tilskipun 94/62/EB um að draga úr notkun á þunnum burðarpokum úr plasti.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum. Gildistöku b-liðar 4. gr. var frestað til 1. september 2019.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Mengun  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 841 | 24.1.2019
Þingskjal 1302 | 8.4.2019
Þingskjal 1433 | 6.5.2019
Þingskjal 1444 | 6.5.2019

Umsagnir

SORPA bs (umsögn)