Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

496 | Meðferð einkamála og meðferð sakamála (táknmálstúlkar o.fl.)

149. þing | 21.1.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að kveða sérstaklega á um réttindi þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál til að njóta þjónustu táknmálstúlka í dómsmálum. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ríkissjóður greiði þóknun og annan kostnað vegna starfs táknmálstúlks í einkamálum í þeim tilvikum sem skýrslugjafi reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta. Einnig er lagt til að heimilt verði að flytja mál munnlega í æðri dómi (Landsrétti eða Hæstarétti Íslands) þó svo að stefndi taki ekki til varna í málinu en sú ótvíræða meginregla gildi aftur á móti að slíku máli verði að jafnaði lokið án þess.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.

Kostnaður og tekjur: Áætlaður kostnaður fyrir ríkissjóð er talinn óverulegur.

Aðrar upplýsingar: Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá 6. desember 2007 í máli Súsönnu Rósar Westlund gegn Íslandi.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar

Þingskjöl

Þingskjal 812 | 21.1.2019
Flutningsmenn: Sigríður Á. Andersen
Þingskjal 1111 | 18.3.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1177 | 21.3.2019

Umsagnir