Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

493 | Stjórnsýslulög (tjáningarfrelsi og þagnarskylda)

149. þing | 21.1.2019 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að kveða nánar á um inntak tjáningarfrelsis og þagnarskyldu opinberra starfsmanna.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að settar verði mun skýrari reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og hvaða hagsmuni þagnarskyldunni er ætlað að tryggja. Gert er ráð fyrir að kveðið verði á um takmarkanir og brottfall þagnarskyldu sem og skýrt bann við því að starfsmenn stjórnvalda misnoti aðstöðu sína til þess að fá aðgang að upplýsingum sem háðar eru þagnarskyldu. Einnig er gert ráð fyrir að einkaaðilum sé einungis heimilt að nota þær upplýsingar sem þeir fá aðgang að hjá stjórnvöldum og falla undir þagnarskyldu í þágu starfa sinna eða þátttöku við meðferð máls. Enn fremur er lagt til að skýrt sé kveðið á um að undir þagnarskyldu falli ekki upplýsingar um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi starfsmanna stjórnvalda.

Breytingar á lögum og tengd mál: Stjórnsýslulög, nr. 37/1993


Við gildistöku laganna verða einnig breytingar á 80 öðrum lögum.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar:

Stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra um þingsályktun um afgerandi lagalega sérstöðu Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi.

Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af forvaltningsloven  LBK nr 433 af 22/04/2014

Noregur
Lov om rett til innsyn i dokument i offentleg verksemd (offentleglova)  LOV-2006-05-19-16.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 809 | 21.1.2019
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 1602 | 23.5.2019
Nefndarálit    
Þingskjal 1603 | 23.5.2019
Þingskjal 1758 | 11.6.2019
Þingskjal 1786 | 11.6.2019

Umsagnir