Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að taka skref í átt að afnámi fjármagnshafta sem sett voru á í kjölfar falls íslenska fjármálakerfisins 2008.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimildum til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum samkvæmt lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum verði breytt þannig að öllum aflandskrónueigendum verði gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar. Einnig eru lagðar til breytingar á umgjörð um bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi sem fela í sér aukinn sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Þannig yrði mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans en hingað til hefur binding einungis verið möguleg með innleggi á bundinn reikning.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á afkomu ríkissjóðs.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál | Atvinnuvegir: Viðskipti