Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

471 | Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður (starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka)

149. þing | 12.12.2018 | Lagafrumvarp   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auka aðstoð við þingmenn, einkum þá sem enga beina aðstoð hafa. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skrifstofustjóri Alþingis ráði starfsmenn þingflokka að fenginni tillögu þingflokks til þess að aðstoða þingmenn í störfum þeirra. Að auki er lagt til að formönnum stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi og eru ekki jafnframt ráðherrar, verði heimilt að ráða sér aðstoðarmann í fullt starf. Gert er ráð fyrir að ekki verði skylt að auglýsa störf aðstoðarmanna og að einfaldari reglur gildi um starfslok þeirra en annarra starfsmanna ríkisins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995.

Kostnaður og tekjur: Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að framlög til ráðningar aðstoðarmanna þingmanna hafi verið tryggð í fjárlögum 2019. Samkvæmt fjárlögum 2019 er gert ráð fyrir að veitt verði 96 milljónum kr. til ráðningar aðstoðarmannanna. Kostnaðurinn lá ekki fyrir við vinnslu fjármálaáætlunar 2019–2023 en vilyrði var gefið fyrir því að kostnaður vegna ársins 2019 yrði fjármagnaður með millifærslu fjármuna af framkvæmdafé til nýbyggingar Alþingis. Árið 2020, þegar aðstoðarmenn verða orðnir 13, verður kostnaður fyrir ríkissjóð 156 milljónir kr. og árið 2021, þegar fjöldi aðstoðarmanna verður orðinn 17, mun kostnaðurinn nema 204 milljónum kr.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Alþingi  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 750 | 13.12.2018
Nefndarálit    
Þingskjal 784 | 14.12.2018